Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 31. janúar 2015 22:12
Arnar Geir Halldórsson
Mourinho í fýlu - Neitaði að ræða við fjölmiðla
Mourinho leiðist ekki að ræða dómgæslu
Mourinho leiðist ekki að ræða dómgæslu
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, neitaði að ræða við fjölmiðla eftir jafnteflið gegn Man City á Stamford Bridge í dag.

Mourinho hafði áður aflýst blaðamannafundi fyrir leikinn í gær en venjan í enska boltanum er að knattspyrnustjórar ræði við fjölmiðla á föstudögum.

Portúgalinn var í vikunni sektaður um 25 þúsund pund af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sem hann lét falla eftir leik gegn Southampton þar sem hann talaði um að verið væri að vinna gegn Chelsea.

Þá er talið að hann sé afar ósáttur við leikbannið sem Diego Costa fékk fyrir að traðka á Emre Can en Costa var dæmdur í þriggja leikja bann og tók út sinn fyrsta leik í dag.
Athugasemdir
banner