Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 31. janúar 2015 19:32
Arnar Geir Halldórsson
Þýskaland: Markalaust hjá Leverkusen og Dortmund
Klopp var líflegur, það sama verður ekki sagt um leikmenn liðanna
Klopp var líflegur, það sama verður ekki sagt um leikmenn liðanna
Mynd: Getty Images
Bayer Leverkusen 0 - 0 Borussia Dortmund

Bayer Leverkusen fékk Borussia Dortmund í heimsókn á BayArena í kvöld og urðu þeir rúmlega 30 þúsund áhorfendur sem mættu á völlinn væntanlega fyrir miklum vonbrigðum.

Leikurinn var afar braðgdaufur og endaði með markalausu jafntefli en þessi lið eru á sitthvorum enda töflunnar. Bayer Leverkusen er í baráttu um Meistaradeildarsæti og situr í 5.sæti deildarinnar en Dortmund er í neðsta sæti með 15 stig.

Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir vetrarfríið og nokkuð ljóst að Jurgen Klopp og liðsmenn hans þurfa að fara vinna fótboltaleiki, ætli þeir sér ekki að falla úr Bundesligunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner