Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 31. janúar 2015 13:05
Arnar Geir Halldórsson
Van Gaal búinn að gefast upp á 3-5-2
Louis van Gaal ásamt aðstoðarmönnum
Louis van Gaal ásamt aðstoðarmönnum
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Man Utd, hefur verið gagnrýndur af stuðningsmönnum félagsins fyrir leikskipulag liðsins.

Van Gaal hefur notast við útfærslu af 3-5-2 leikkerfi og hefur liðinu gengið afar illa að skapa sér marktækifæri.

Hollendingurinn virðist vera tilbúinn að kyngja stoltinu og færa sig yfir í 4-4-2.

,,Það er mikilvægt að skapa sér færi og við höfum ekki verið að skapa mikið af þeim undanfarið svo ég mun fara aftur í 4-4-2." sagði van Gaal.

Man Utd fær botnlið Leicester í heimsókn í dag en Leicester vann fyrri leik liðanna 5-3 í einum dramatískasta leik tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner