Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 31. mars 2015 21:29
Alexander Freyr Tamimi
Alfreð: Stigin gegn Kasakstan það sem skiptir máli
Icelandair
Alfreð Finnbogason lék allan leikinn í Tallin.
Alfreð Finnbogason lék allan leikinn í Tallin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins, var svekktur eftir 1-1 jafntefli gegn Eistlandi í Tallin í dag.

Þessi öflugi sóknarmaður Real Sociedad ræddi við Ómar Smárason hjá KSÍ eftir leikinn.

,,Þetta eru vissulega vonbrigði. Við byrjuðum leikinn mjög vel og settum pressu á þá. Svo missum við dampinn og seinni hálfleikur var frekar slakur," sagði Alfreð við KSÍ.

,,Þetta var gott tækifæri fyrir mig og aðra sem vilja vera í byrjunarliðinu. Við viljum nýta allar mínútur, þetta voru kannski ekki kjör aðstæður í dag. Völlurinn erfiður og langt ferðalag, en við gerðum okkar besta."

,,Við nýtum alla leiki sem við getum fengið. Núna hafa þjálfararnir betri mynd af liðinu. Þó við fáum þennan auka leik er það mikilvægasta sem við tökum út úr þessu stigin þrjú frá Kasakstan."



Athugasemdir
banner
banner