Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 31. mars 2015 13:08
Hafliði Breiðfjörð
Atli Fannar áfram fastur í Tyrklandi - Kem heim einn daginn
Atli Fannar Jónsson er fastur í Tyrklandi.
Atli Fannar Jónsson er fastur í Tyrklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enn er óljóst hvenær Atli Fannar Jónsson framherji Víkings getur snúið aftur heim úr æfingaferð liðsins í Tyrklandi en hann er fastur í landinu eftir að vegabréf hans glataðist.

Víkingar héldu heim úr æfingaferðinni á sunnudaginn og skildu Atla Fannar eftir því vegabréfið hans var týnt.

Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri félagsins flaug svo utan í gær með pappíra frá íslenskum stjórnvöldum til að koma Atla Fannari heim en þeir duga ekki til.

Atli Fannar er því enn fastur í landinu og þarf að hitta ræðismann Íslands í Tyrklandi og fá hjá honum neyðarpassa. Ræðismaðurinn getur ekki hitt hann fyrr en á morgun.

Málið er reyndar að vandast enn meira í dag því allt landið varð rafmagnslaust og ekki ljóst af hverju sú bilun stafar. Þar í landi útilokar Ahmet Davutoglu forsætisráðherra ekki að hryðjuverk séu orsökin fyrir rafmagnsleysinu.

,,Raðir ófyrirséðra atvika sjá til þess að það eina sem ég get gert er að bíða og bíða. Kem heim einn daginn!" segir Atli Fannar á Facebook síðu sinni í dag.

Á Twitter hafa menn unnið með kassamerkið #freemyhomieAtliFannar í umræðu um hann en það er þó meira gert í gríni en alvöru því vel fer um hann í Tyrklandi og lítið að óttast.

Sjá einnig:
Leikmaður Víkings fastur í Tyrklandi .
Athugasemdir
banner
banner
banner