Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 31. mars 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bestu fótboltakonur heims brjálaðar yfir gervigrasinu á HM
Abby Wambach hefur skorað 178 mörk í 237 leikjum með bandaríska landsliðinu.
Abby Wambach hefur skorað 178 mörk í 237 leikjum með bandaríska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Stærsta mót ársins í kvennaflokki fer fram í Kanada í byrjun júní þegar bestu þjóðir heims mætast á HM.

Helsta umtalsefni HM í ár er sú ákvörðun FIFA að spila allt mótið á gervigrasi, ákvörðun sem hefur verið gagnrýnd harkalega.

Bandaríska landsliðið hefur barist hart gegn þessari ákvörðun, rétt eins og mörg önnur landslið og knattspyrnusambönd, en nú er ekkert hægt að gera til að breyta þessari ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

,,Þetta er mjög pirrandi. Gervigras er ömurlegt," heyrðist frá Abby Wambach og Alex Morgan, tveimur af þekktustu leikmönnum heims.

,,Þetta er hræðilegt. Við kærðum FIFA og kanadíska knattspyrnusambandið en gerðum það aðeins of seint þannig að engu verður breytt.

,,Það voru fyrirtæki sem buðust til að leggja gras frítt á vellina sem verða notaðir en FIFA vildi bara ekki gefa sig.

,,Þetta snýst ekki bara um verkina sem fylgja því að spila sjö leiki á gervigrasi á skömmum tíma, heldur er verið að stofna ferlum ungra leikmanna í hættu vegna meiðslanna sem þeir geta orðið fyrir."

Athugasemdir
banner
banner