þri 31. mars 2015 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: OTP 
Hasselbaink: Van Gaal er mildur
Hvílíkt tvíeyki.
Hvílíkt tvíeyki.
Mynd: Getty Images
Jimmy Floyd Hasselbaink, fyrrverandi samherji Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Chelsea, fer fögrum orðum um fyrrverandi landsliðsþjálfara sinn hjá Hollandi og núverandi knattspyrnustjóra Manchester United, Louis van Gaal.

Van Gaal hefur legið undir gagnrýni en Hasselbaink hefur óbilandi trú á stjóranum sem hann telur vera misskilinn sem einhvers konar harðstjóra.

,,Hann er mildur, ég er að segja ykkur það. Ég hef ekki enn talað við hann síðan hann tók við, ég þarf að gefa mér tíma til að fara til Manchester og fá mér kaffi eða te með honum," sagði Hasselbaink við Daily Mail.

,,Hann er maður sem segir þér nákvæmlega hvað, hvenær og hvernig hann vill eitthvað. Hann er mjög ástkær maður og einn af bestu þjálfurum heims.

,,Auðvitað hefur hann legið undir gagnrýni, enda stýrir hann einu af stærstu knattspyrnufélögum heims. Ég er 100 prósent viss um að þetta muni ganga upp hjá Manchester."

Athugasemdir
banner
banner
banner