Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 31. mars 2015 18:15
Mate Dalmay
Hefur spilað alla leiki í sömu gráu jogging buxunum í 18 ár
Gábor Király á heimleið eftir 18 ára feril
Gábor Király hefur spilað alla leiki á ferlinum í þessum gráu buxum.
Gábor Király hefur spilað alla leiki á ferlinum í þessum gráu buxum.
Mynd: Getty Images
Ungverski markmaðurinn Gábor Király er á heimleið og ætlar að ljúka ferlinum með uppeldisfélagi sínu Haladás sem spilar í ungversku úrvalsdeildinni.

,,Fyrir mér er Haladás ekki bara félagslið heldur hugtak," segir Király sem verður 38 ára gamall á þessu ári.

Gábor Király skrifaði undir samning til tveggja ára við félagið þrátt fyrir að hafa verið með mun betri tilboð frá liðum í Bandaríkjunum og Þýskalandi.

Markmaðurinn er hvað þekktastur fyrir gráu jogging buxurnar sem hann hefur klæðst í hverjum einasta leik síðan hann notaði þær fyrst með Haladás tvítugur að aldri. ,,Ég trúi því að buxurnar færi mér heppni, þetta er eins konar hjátrú hjá mér og hefur verið allan minn feril."

Király skrifaði undir eins árs samning við Fulham í ágúst í fyrra og í vetur hefur hann leikið með liðinu í Championship deildinni. Hann stóð milli stanganna hjá Ungverska landsliðinu sem gerði 0-0 jafntefli gegn Grikkjum í undankeppni EM um helgina.

Király er á leið í ungversku deildina eftir 18 ára feril erlendis þar sem hann lék meðal annars í Bundesligunni og á Englandi. Sín bestu ár átti markmaðurinn með Herthu Berlin er liðið komst langt í Meistaradeild Evrópu tímabilið 1999-2000.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner