Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   þri 31. mars 2015 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: AS 
Modric hefði orðið barþjónn
Luka Modric er talinn einn af bestu miðjumönnum heims um þessar mundir.
Luka Modric er talinn einn af bestu miðjumönnum heims um þessar mundir.
Mynd: Getty Images
Luka Modric var í heimalandinu, Króatíu, þar sem hann talaði á sérstökum atburði fyrir unga íþróttamenn.

Á atburðinum svaraði Modric spurningum frá krökkunum sem voru ekki af verri endanum.

,,Ég hef upplifað einstakar tilfinningar og eignast nýja vini hjá hverju einasta félagi sem ég hef spilað fyrir," sagði Modric við króatísku krakkana.

,,Ég held að mér hafi aldrei nokkurn tímann liðið jafn þægilega og hjá Real Madrid."

Modric talaði um að eiga tvær uppáhalds stundir á ferlinum. Ein er þegar hann vann Meistaradeildina með Real Madrid en hin er þegar hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Króatíu.

Króatía lagði Noreg af velli í undankeppni EM í síðustu viku með fimm mörkum gegn einu og þar mætti Modric samherja sínum, hinum kornunga Martin Odegaard.

,,Þetta var ekki erfiður leikur, en Martin er mjög hæfileikaríkur og á frábæra framtíð fyrir sér."

Það var ekki fyrr en undir lokin sem Modric var spurður af ungum aðdáenda hvað hann hefði gert ef hann hefði ekki orðið atvinnumaður í knattspyrnu.

,,Ég hefði örugglega endað sem barþjónn. Guði sé lof að ég hélt mig við fótboltann!"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner