Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 31. mars 2015 21:00
Magnús Már Einarsson
Siggi Jóns með æfingu á Langasandi
Strákar í fótbolta á Langasandi.
Strákar í fótbolta á Langasandi.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Á árum áður voru Skagamenn duglegir við að æfa fótbolta á Langasandi á veturnar þegar grasið var ekki grænt.

Þegar að Akraneshöllin kom til sögunnar árið 2006 varð lítið um æfingar á Langasandi.

Strákarnir í 2. flokki ÍA rifjuðu hins vegar upp gamla takta með því að taka æfingu úti á sandinum í dag.

Sigurður Jónsson þjálfar 2. flokk ÍA en hann þekkir það vel að æfa á Langasandi frá fyrri tíð.

Lúðvík Gunnarsson, aðstoðarþjálfari 2. flokks ÍA, birti þetta skemmtilega myndband hér á Twitter í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner