Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 31. mars 2015 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Vináttulandsleikir í dag - Íslendingar heimsækja Eista
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er gríðarlega mikið um að vera í vináttulandsleikjum um allan heim í dag. Meðal annars heimsækir Ísland Eistland í beinni útsendingu á Skjá Sport.

Það eru yfir 20 leikir á dagskrá og má sjá lista yfir þá helstu hér fyrir neðan þar sem nokkrar stórþjóðir munu koma til með að etja kappi.

Englendingar heimsækja Ítali í spennandi leik þar sem Harry Kane byrjar inná gegn tilraunakenndu liði Ítala.

Hollendingar mæta þá Spánverjum í stórleik, en þjóðirnar léku til úrslita á HM árið 2010 þar sem Spánverjar höfðu betur.

Aron Jóhannsson verður í eldlínunni með bandaríska landsliðinu sem heimsækir Sviss og þá á Svíþjóð heimaleik við Íran.

Tékkar, sem eru á toppi íslenska riðilsins í undankeppninni, eiga útileik við Slóvakíu á meðan Tyrkir heimsækja smáríki Lúxemborgar.

Vináttulandsleikir:
10:00 Kína - Túnis
10:25 Japan - Úsbekístan
11:00 Suður-Kórea - Nýja-Sjáland
14:00 Liechtenstein - San Marínó
16:00 Eistland - Ísland (Beint á Skjár Sport)
16:00 Sviss - Bandaríkin
17:00 Rússland - Kasakstan
17:30 Svíþjóð - Íran
18:00 Úkraína - Lettland
18:15 Lúxemborg - Tyrkland
18:30 Austurríki - Bosnía Hersegóvína
18:30 Slóvakía - Tékkland
18:30 Gana - Malí
18:45 Ítalía - England
18:45 Holland - Spánn
19:45 Portúgal - Grænhöfðaeyjar
23:30 Argentína - Ekvador
00:00 Perú - Venesúela
01:00 Mexíkó - Paragvæ
01:00 Panama - Kosta Ríka
04:00 El Salvador - Gvatemala

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner