Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 31. mars 2016 12:52
Magnús Már Einarsson
Mario Tadejevic í Fjölni (Staðfest)
Mynd: Fjölnir
Fjölnir hefur samið við króatíska vinstri bakvörðinn Mario Tadejevic en þetta kemur fram í frétttilkynningu frá félaginu.

Mario var með Fjölnismönnum í æfingaferð á Spáni í síðustu viku.

Mario er 27 ára sóknarsinnaður bakvörður sem hefur spilað um 100 úrvalsdeildarleiki í heimalandi sínu Króatíu, Bosníu og í Ungverjalandi.

Hann á jafnframt nokkra leiki með með yngri landsliðum Króatíu.

Mario er fimmti erlendi leikmaðurinn sem Fjölnir fær í sínar raðir í vetur en Ágúst Gylfason, þjálfari liðsins, hefur sagt að félagið þurfi fleiri erlenda leikmenn í ár eftir að hafa misst lykilmenn eins og Bergsvein Ólafsson, Aron Sigurðarson og Kennie Chopart.
Athugasemdir
banner
banner
banner