Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
   fös 31. mars 2017 22:05
Kristófer Kristjánsson
Arnar Grétars: Það vilja allir komast í úrslitin
Arnar Grétarsson var að vonum sáttur í dag
Arnar Grétarsson var að vonum sáttur í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur eftir 6-0 sigur gegn Leikni F. í Lengjubikarnum í kvöld en með sigrinum tókst Blikum að vinna riðilinn og komast í 8-liða úrslit mótsins en þar mæta þeir FH.

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  0 Leiknir F.

„Ég er bara ánægður með það að við vinnum þennan leik mjög sannfærandi. Við erum að spila ágætis leik frá upphafi til enda," sagði Arnar í viðtali að leikslokum en það virtist aldrei vera í vafa um hvort liðið myndi enda uppi sem sigurvegari.

„Ég sá leik með þeim [Leikni F.] á móti Stjörnunni og það er ekkert létt að fara í gegnum þá. Þeir liggja þétt til baka, vel skipulagðir og eru með ágætis leikmenn þannig að það er ekkert sjálfgefið að vinna þessi lið sem eru í fyrstu deildinni og að gera það á þann máta sem við gerðum og ég er sáttur með það.

Spurður hvaða vægi Lengjubikarinn hefði sagði Arnar:
„Ég er allavega þannig þenkjandi að ef maður tekur þátt í einhverju móti að þá vill maður fara alla leið. Þetta eru fínir leikir líka, þetta eru mótsleikir sem eru alltaf öðruvísi heldur en æfingaleikir. Við erum líka að fá fína leiki, við fáum FH og ef við myndum fara áfram þar þá fáum við einhvern flottan leik í undanúrslitum og það vilja allir komast í úrslitin. Þar færðu leikjaálag alveg fram að viku fyrir mót og það er í raun besti undirbúningurinn og ef það gengur vel og þú ferð alla leið þá gefur það sjálfstraust inn í tímabilið. Þetta er ekkert möst en þetta er markmiðið."

Martin Lund Pedersen skoraði annað mark Blika og fór svo meiddur af velli stuttu seinna en það var fyrst og fremst varúðarráðstöfun.

„Hann hefur dottið á hnéið og þá bólgnaði það upp og ég vildi ekki taka neina sénsa."

8-liða úrslitin fara fram sunnudaginn 9. apríl.
Athugasemdir
banner