Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 31. maí 2016 13:30
Fótbolti.net
Hófið - Viðurkenndi stuld
Lokahóf 6. umferðar Pepsi-deildarinnar
Bóas, stuðningsmaður KR, veifar rauða spjaldinu í stúkunni á KR-velli.
Bóas, stuðningsmaður KR, veifar rauða spjaldinu í stúkunni á KR-velli.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Blikar voru hressir í stúkunni í Garðabæ í gær.
Blikar voru hressir í stúkunni í Garðabæ í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Hart barist í leik FH og Víkings Ó.
Hart barist í leik FH og Víkings Ó.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Úr leik Fylkis og Fjölnis.
Úr leik Fylkis og Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Sjötta umferðin í Pepsi-deild karla er að baki og komið er að því að gera hana upp í hófinu. Allir í stuði!

Leikur umferðarinnar: Stjarnan 1 - 3 Breiðablik
Það bjuggust fæstir við því að Blikar yrðu á toppnum eftir 6. umferðina en sú er raunin. Blikar unnu góðan sigur í Garðabæ þar sem nóg var um færi áður en markaveislan byrjaði síðustu 20 mínúturnar.
Nánar um leikinn

Mark umferðarinnar: Jón Vilhelm Ákason
Jón Vilhelm skoraði eftir einungis 1 mínútu og 25 sekúndur gegn Víkingi R. Skoraði með glæsilegu skoti á lofti af 25 metra færi.

Heiðursverðlaun umferðarinnar: Hrvoje Tokic
Króatinn er kominn með sex mörk í fyrstu sex umferðunum. Skoraði tólf mörk í átta leikjum í 1. deildinni í fyrra en margir efuðust um að hann gæti skorað af krafti í Pepsi-deildinni. Tokic hefur blásið á þá gagnrýni. Alvöru nía sem gerir tilkall í gullskóinn í sumar.

EKKI lið umferðarinnar:


Svekkelsi umferðarinnar:
Fylkismenn virtust vera að landa sínum fyrsta sigri á tímabilinu gegn Fjölni í gær allt þar til í viðbótartíma. Á 93. mínútu jafnaði Tobias Salquist og lokatölur 2-2 í Árbænum. Fylkismenn þurfa því áfram að bíða eftir fyrsta sigrinum.

Hreinskilni umferðarinnar:
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, viðurkenndi að jöfnunarmarkið gegn Fylki hafi verið rán. „Við vorum heppnir að halda í við þá og algjör stuldur að ná að jafna þetta í lokin. Við eigum þetta [stig] ekki skilið. En við tökum það þegar það býðst," sagði Gústi í viðtali eftir leik.

Kjánaskapur umferðarinnar:
Steven Lennon fékk furðulegt gult spjald gegn Víkingi Ólafsvík. Annar bolti hafði komið inn á völlinn og Lennon sparkaði honum í átt að Ólafsvíkingum sem voru í sókn til að reyna að trufla þá. Skotinn uppskar ekkert annað en gult spjald.

Léttir umferðarinnar:
Mikið var rætt um KR eftir tap liðsins gegn Selfyssingum í bikarnum og einungis sex stig úr fyrstu fimm umferðunum. Mikill léttir var fyrirliðið að ná sigri gegn Val og umferðin spilaðist frábærlega fyrir Vesturbæinga. Nú eru einungis þrjú stig í toppsætið.

Handboltaleikur umferðarinnar: Víkingur R. - ÍA
Þeir áhorfendur sem mættu of seint í Fossvoginn misstu af miklu. Staðan eftir fimm mínútur var 2-1 fyrir ÍA, svipað og í meðal handboltaleik!

Atvik umferðarinnar: Rauða spjaldið á Hall Hallsson
Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttara, fékk rauða spjaldið fyrir að slá í punginn á Mikkel Maigaard Jakobsen. Enginn af dómurunum virtist sjá atvikið en rauða spjaldið fór á loft. Klaufalegt hjá Halli en reynslumikill leikmaður eins og hann á að vita betur.

Innkoma umferðarinnar:
Atli Sigurjónsson kom inn á fyrir Oliver Sigurjónsson í upphafi síðari hálfleiks gegn Stjörnunni. Atli átti magnaða innkomu en hann skoraði meðal annars laglegt mark.

Treyjuskipti umferðarinnar: Ólafur Karl Finsen
Óli Kalli spilar ekki meira í ár vegna meiðsla en hann var mættur í stúkuna í Garðabæ. Þar sprellaði hann með stuðningsmönnum Breiðabliks og klæddi sig í Blika treyju í miðjum leik.

Aldursmunur umferðarinnar: Gulli Gull og Hörður Fannar
22 ára aldursmunur var á markvörðunum í Garðabæ í gær. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, er fertugur en Hörður Fannar Björgvinsson, markvörður Stjörnunnar, er 18 ára. Reynslan hafði betur í gær.

Dómari umferðarinnar: Gunnar Jarl Jónsson
Dæmdi leik FH og Víkings Ólafsvíkur. Fyrsti leikur hans í sumar eftir alþjóðlegt verkefni í Aserbaídsjan. Okkar maður, Magnús Þór Jónsson, gaf Gunnari 10 í einkunn! „Velkominn heim mr. Gunnar Jarl. Dómarateymið átti bara fullkomin dag, hélt góðri línu án þess að lenda í nokkrum vandræðum," sagði Magnús í skýrslunni.

Sjá einnig:
Fyrri lokahóf
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner