þri 31. maí 2016 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ginola kominn heim af spítala eftir hjartaaðgerð
Ginola er að jafna sig
Ginola er að jafna sig
Mynd: Getty Images
David Ginola, fyrrum leikmaður Newcastle, Tottenham, Aston Villa og Everton, er kominn heim eftir hjartaaðgerð.

Hinn 49 ára gamli Ginola þurfti að fara í aðgerð eftir að hafa fengið hjartaáfall í Suður Frakklandi á fimmtudaginn síðastliðinn þegar hann var að spila fótbolta.

„Loksins kominn heim! Kær­ar þakk­ir fyr­ir öll þau frá­bæru skila­boð full af ást og kær­leik sem ég fengið und­an­farið," sagði Ginola á Twitter í gær.

Skurðlæknirinn Gil­les Dreyfus sem fram­kvæmdi aðgerðina á Gin­ola sagði franska knatt­spyrnu­mann­inn ótrú­lega hepp­inn að vera á lífi.

Ginola, sem á 17 landsleiki að baki með Frökkum, hætti í fótbolta árið 2002 og hefur unnið sem sérfræðingur undanfarið.


Sjá einnig:
Ginola gífurlega heppinn að vera á lífi
Ginola er meðvitundarlaus á spítala eftir hjartaáfall
Athugasemdir
banner
banner