banner
   þri 31. maí 2016 09:05
Hafliði Breiðfjörð
Osló
Heimir Hallgríms: 23 manna hópurinn stendur
Icelandair
Heimir á fréttamannafundi Íslands í dag.
Heimir á fréttamannafundi Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson þjálfari íslenska landsliðsins sat fyrir svörum á fréttamannafundi á Ulleval leikvangnum í morgun þar sem hann tilkynnti að 23 manna hópurinn sem var tilkynntur 9. maí sé endanlegur og hann mun skila þeim hópi inn til UEFA í dag.

Heimir byrjaði á að þakka norska knattspyrnusambandinu fyrir þær aðstæður sem íslenska liðinu var boðið upp á og svaraði svo fyrirfram

„Það eru allir eru eins heilir og þeir gera verið á þessari stundu. Þeir sem spila í skandinavíu og þeir sem hafa verið meiddir, Aron Einar og Kolbeinnn eru á réttri leið. Í dag skilum við 23 manna hóp og sem stendur eru það upprunalegu 23 sem við skilum inn," sagði Heimir á fréttamannafundinum í dag.

Varðandi leikinn á morgun sagði Heimir: „Við erum að hugsa um hag leikmanna og það er ólíklegt að þeir sem spila í skandinavíu verði með í leiknum þvi þeir þurfa að vera í formi fyrir Frakkland og ekki þreyttir."

Landsliðshópur Íslands sem fer á EM 2016:

Markverðir:
Hannes Þór Halldórsson (Bodö/Glimt)
Ögmundur Kristinsson (Hammarby)
Ingvar Jónsson (Sandefjord)

Varnarmenn:
Ari Freyr Skúlason (OB)
Birkir Már Sævarsson (Hammarby)
Ragnar Sigurðsson (Krasnodar)
Kári Árnason (Malmö)
Hörður Björgvin Magnússon (Cesena)
Haukur Heiðar Hauksson (AIK)
Sverrir Ingi Ingason (Lokeren)
Hjörtur Hermannsson (Gautaborg)

Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson (Cardiff)
Gylfi Þór Sigurðsson (Swansea)
Birkir Bjarnason (Basel)
Eiður Smári Guðjohnsen (Molde)
Jóhann Berg Guðmundsson (Charlton)
Emil Hallfreðsson (Udinese)
Arnór Ingvi Traustason (Norrköping)
Theodór Elmar Bjarnason (AGF)
Rúnar Már Sigurjónsson (Sundsvall)

Sóknarmenn:
Kolbeinn Sigþórsson (Nantes)
Alfreð Finnbogason (Augsburg)
Jón Daði Böðvarsson (Kaiserslautern)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner