Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 31. maí 2016 11:12
Hafliði Breiðfjörð
Osló
Heimir: Íslendingar búast alltaf við sigri í Eurovision
Icelandair
Létt yfir Heimi og Aroni Einari í dag.
Létt yfir Heimi og Aroni Einari í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á fjölmiðlafund Íslands á Ulleval leikvangnum í Osló í morgun voru komnir fréttamenn víða að og ræddu við Aron Einar Gunnarsson fyrirliða og Heimi Hallgrímsson um árangur Íslands að vera komnir á EM. Heimir viðurkenndi að þó reynt væri að halda væntingunum niðri sé erfitt að eiga við Íslendinga sem búast alltaf við því besta.

„Við verðum að passa okkur á að fara ekki fram úr okkur úr spennu. En við getum ekki komið í veg fyrir hvernig Íslendingar eru, við búumst alltaf við sigri í Eurovision þegar við tökum þátt en því miður komumst við ekki í úrslitin," sagði Heimir og uppskar hlátur í herberginu.

Aron Einar tók þá við og sagði: „Það mikilvægasta er að þegar við lendum í Frakklandi þá mun tilfinningin hellast yfir okkur hvað þetta er stórt. Ég hlakka til þess. Það hefur enginn reynslu af þessu nema Lars."

„Þetta er stórt, það er æðislegt að vera hluti af þessu. Við vorum að skoða myndbönd af fyrsta leiknum í riðlinum á móti Tyrklandi og leikvangurinn var ekki einu sinni fullur. Þarna byrjaði þetta, við lögðum línurnar þarna og fengum alla með okkur. Það vilja allir vera hluti af þessu þegar vel gengur og það hlakkar alla til Evrópumótsins núna. Það er gott þegar allir róa í sömu átt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner