Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 31. maí 2016 22:08
Alexander Freyr Tamimi
Mourinho ætlar ekki að kýtast við Guardiola
Guardiola og Mourinho voru engir vinir á Spáni.
Guardiola og Mourinho voru engir vinir á Spáni.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, nýráðinn stjóri Manchester United, segist engin áform hafa um að endurvekja erjur sínar við Pep Guardiola.

Sá síðarnefndi mun á næsta tímabili stýra nágrönnunum í Manchester City og bíða margir spenntir eftir því að sjá hvort upp úr sjóði á milli þeirra tveggja. Guardiola náðu alls ekki vel saman þegar þeir voru þjálfarar erkifjenda Barcelona og Real Madrid á Spáni, þrátt fyrir að hafa áður unnið saman hjá fyrrnefnda félaginu.

„Ég get ekki þóst vera saklaus. Í tvö ár vorum ég og Pep í deild þar sem annað hvort ég eða hann, Real Madrid eða Barcelona, yrði meistari," sagði Mourinho á þjálfararáðstefnu í Lissabon í dag.

„Undir svona kringumstæðum er rökrétt að einstaklingar takist á vegna þess að þeir geta haft áhrif á atburðarásina. En í ensku úrvalsdeildinni, ef ég einbeiti mér bara að honum og Manchester City, og hann einbeitir sér að mér og Manchester United, þá mun einhver annar vinna deildina."

Athugasemdir
banner