Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 31. maí 2016 11:22
Magnús Már Einarsson
Reus ekki valinn í þýska hópinn fyrir EM
Reus fer ekki á EM.
Reus fer ekki á EM.
Mynd: Getty Images
Marco Reus, leikmaður Borussia Dortmund, verður ekki í 23-manna hópi Þjóðverja á EM í Frakklandi.

Joachim Löw, þjálfari Þjóðverja, fækkaði í dag um fjóra menn í hópnum en auk Reus voru þeir Karim Bellarabi, Julian Brandt og Sebastian Rudy skildir eftir heima.

Reus hefur verið að glíma við meiðsli og Löw hefur ákveðið að taka hann ekki með á EM.

„Þetta var erfið ákvörðun fyrir okkur og hann. Þetta eru vonbrigði fyrir okkur alla," sagði Löw í dag.

Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Manchester United, fer með Þjóðverjum á EM þrátt fyrir að hafa verið frá keppni vegna meiðsla í vor.

Markverðir: Manuel Neuer (Bayern Munich), Bernd Leno (Bayer Leverkusen), Marc-Andre ter Stegen (Barcelona)
Varnarmenn: Jerome Boateng (Bayern Munich), Emre Can (Liverpool), Jonas Hector (Cologne), Benedikt Howedes (Schalke), Mats Hummels (Borussia Dortmund), Shkodran Mustafi (Valencia), Antonio Rudiger (Roma)
Miðjumenn: Julian Draxler (Wolfsburg), Mario Gotze (Bayern Munich), Sami Khedira (Juventus), Joshua Kimmich (Bayern Munich), Toni Kroos (Real Madrid), Mesut Ozil (Arsenal), Leroy Sane (Schalke), Bastian Schweinsteiger (Manchester United), Julian Weigl (Borussia Dortmund)
Framherjar: Mario Gomez (Besiktas), Thomas Muller (Bayern Munich), Lukas Podolski (Galatasaray), Andre Schurrle (Wolfsburg)
Athugasemdir
banner
banner