Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   þri 31. maí 2016 11:25
Elvar Geir Magnússon
Osló
„Ísland getur haldið áfram að komast á stórmót"
Ítarlegt viðtal við Rúnar Kristinsson
Icelandair
Rúnar Kristinsson á Ullevaal í dag.
Rúnar Kristinsson á Ullevaal í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári á æfingu Íslands í gær.
Eiður Smári á æfingu Íslands í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Noregi á morgun.
Ísland mætir Noregi á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spekingar spjalla. Magnús Gylfason og Rúnar.
Spekingar spjalla. Magnús Gylfason og Rúnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari Lilleström í Noregi, fylgdist með æfingu íslenska landsliðsins í Osló í dag. Rúnar veitti Fótbolta.net viðtal á æfingunni þar sem rætt var um Ísland og EM, norska landsliðið, Lilleström og stöðu KR í Pepsi-deildinni.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

„Ég hef fulla trú á því að liðið eigi eftir að standa sig í keppninni. Við erum í fínum riðli sem býður upp á ágætis möguleika," segir Rúnar um væntingarnar fyrir gengi Íslands á Evrópumótinu en fyrsti leikur okkar er gegn Portúgal eftir tvær vikur. Einnig eru Ungverjaland og Austurríki með okkur í riðli.

„Það eru fjögur lið sem munu komast áfram úr þriðja sæti úr riðlunum og ég tel að Ísland eigi fína möguleika á að komast áfram. Strákarnir hafa sýnt það með því hvernig þeir komust upp úr undankeppninni að þeim eru allir vegir færir."

„Varnarleikurinn hefur verið okkar styrkleiki, þéttleiki liðsins. Strákarnir hafa staðið sig gríðarlega vel í því að fylgja eftir þeim fyrirmælum sem fyrir þá er lagt. Svo eigum við frábæra leikmenn sem geta klárað leiki fyrir okkur og skorað mörk. Lykilatriðið mun vera þéttur og góður varnarleikur og nýta þau tækifæri sem gefast."

„Það sem mér finnst vera hvað jákvæðast við liðið er hversu flinkir menn eru að halda boltanum þegar við vinnum hann og hvílast þegar við erum með hann. Hættan kemur ekki bara úr skyndisóknum, líka úr föstum leikatriðum og menn geta spilað sig upp völlinn og skapað færi. Liðið hefur þróast afskaplega vel," segir Rúnar.

Reynsla Lars hefur mikla þýðingu
Lars Lagerback, annar þjálfara íslenska liðsins, hefur mikla reynslu af því að fara á stórmót. Hann hefur gert það með Svíþjóð fimm sinnum og þá stýrði hann Nígeríu á HM 2010.

„Þjálfararnir báðir; Heimir og Lars, hafa staðið sig gríðarlega vel. Auðvitað mun þáttur Lars í þessu verkefni skipta gíðarlegu máli. Hann hefur farið í margar keppnir sjálfur og þekkir þetta út og inn. Hann veit hvað þarf að varast og veit hvernig á að vinna með lið í svona keppni. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir leikmannahópinn og Knattspyrnusambandið í heild sinni þegar farið er í fyrsta sinn á svona stórmót. Það hefur mikla þýðingu fyrir hópinn."

Er möguleiki á því að Ísland fari reglulega á stórmót í kjölfarið á þessu móti?

„Maður á kannski ekki von á því að það verði vani að við förum á öll mót. Þetta lið og þessir strákar með þetta þjálfarateymi hafa sýnt að þetta er hægt. Þeir voru meira að segja komnir áfram þegar tvær umferðir voru eftir af undankeppninni. Þetta mun verða hægt áfram í framtíðinni en auðvitað þurfum við að vera áfram með flotta leikmenn sem eru að spila í sterkum deildum. Við þurfum að hafa góða þjálfara með taktíska þekkingu og þekkja umhverfið vel."

Norðmenn að spyrna sér frá botninum
Ísland mætir Noregi í vináttulandsleik í Osló á morgun. Norska landsliðið hefur verið í talsverðri lægð en hér í Noregi er von manna að uppsveiflan sé hafin.

„Norðmenn hafa verið að reyna að spila fótbolta undanfarin ár, því hafa þeir breytt frá því að þeir léku varnarsinnað 4-5-1 og notuðu langa bolta. Þessi breyting hefur ekki gengið nægilega vel og liðinu hefur gengið illa. Þeir rétt svo misstu af EM-sætinu eftir umspilsleiki við Ungverja, sem eru með okkur í riðli. Norðmenn hafa verið í lægð og ég býst við jöfnum leik á morgun. Æfingaleikir eru öðruvísi en alvöru leikir svo þú færð ekki að sjá alveg réttu myndina, hvorugt liðið mun stilla upp sínu sterkasta á morgun," segir Rúnar.

„Noregur er í raun búið að ná botninum og er að spyrna sér frá honum. Þeir áttu ágætis undankeppni síðast. Það er von allra hér í Noregi að þeir muni bítast betur frá sér í næstu keppni og gera harðari atlögu. Vonandi er þetta allt að batna. Þeir eiga nóg af leikmönnum út um allt en það þarf bara að finna réttu blönduna og réttu samstillinguna á liðinu. Þá eiga þeir eins góða möguleika og Ísland að fara á stórmót."

Of mikið jójó hjá Lilleström
Liðið sem Rúnar þjálfar, Lilleström, situr um miðja norsku deildina að loknum þrettán umferðum. Rúnar er ekki fyllilega sáttur við stöðuna eftir þessar umferðir.

„Ég er ekki alveg nægilega sáttur. Í síðustu þremur leikjum hefur bara komið eitt stig. Mér finnst að við eigum að vera ofar. Við höfum klúðrað nokkuð mörgum stigum sem við teljum við hefðum átt að vinna okkur inn. Við erum ekki nægilega stöðugir, erum með ungt og óreynt lið. Við spilum mjög vel þegar við erum upp á okkar besta en dettum ansi langt niður. Við erum því miður jójó eins og er. Við eigum tvo leiki eftir í þessari fyrri umferð og þá sjáum við hvar stöndum," segir Rúnar.

Fjárhagsstaða Lilleström er ekki upp á það besta en Rúnar segir að það gæti breyst ef félagið selur sóknarmanninn Fred Friday sem er 21 árs gamall.

„Það er frábær leikmaður sem mörg stórlið í Evrópu eru að horfa til. Ef hann verður seldur nær það að rétta töluvert úr kútnum og félagið getur greitt skuldir sem á því hvíla. Það mun samt ekki gefa okkur brjálæðislegt svigrúm til að kaupa leikmenn. Við höfum verið að fá leikmenn lánaða og fá leikmenn frítt. Það mun taka eitt til tvö ár í viðbót að rétta algjörlega úr kútnum. Maður kvartar ekki neitt, maður reynir bara að gera það besta úr því sem maður er með og nýta ungviðið í félaginu."

KR lítur vel út þegar liðið er upp á sitt besta
Að lokum var Rúnar spurður út í stöðu hans gamla félags, KR. Vesturbæingar hafa verið nokkuð gagnrýndir í byrjun móts en eru þó aðeins þremur stigum frá toppnum.

„Staðan er bara fín, mótið er jafnt og liðin jöfn. Deildin er jafnari en oft áður, allavega til að byrja með. Þó KR hafi farið illa af stað hefur liðið spilað heimaleiki á lélegum grasvelli. Það hentar kannski KR ekki sérstaklega vel. Þeir líta vel út þegar þeir eru upp á sitt besta," segir Rúnar um KR en liðið féll óvænt úr leik gegn Selfossi í bikarnum á dögunum.

„KR-ingar eru góðu vanir í bikarnum. Auðvitað kemur það fyrir að menn tapi leikjum. Það er leiðinlegt fyrir KR að detta svona snemma út. Þeir geta einbeitt sér að deildinni núna. Vonandi helst spennan í deildinni. Ég held að það sé skemmtilegt fyrir alla að fá fleiri lið inn í myndina í baráttuna um titilinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner