Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 31. maí 2016 21:37
Alexander Freyr Tamimi
Sjáðu alla EM-hópana
Drinkwater fer ekki á EM þrátt fyrir frábært tímabil.
Drinkwater fer ekki á EM þrátt fyrir frábært tímabil.
Mynd: Getty Images
Lokahópar þeirra 24 þjóða sem taka þátt í Evrópumótinu í Frakklandi hafa nú verið formlega kynntir.

Íslensku landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback riðu á vaðið fyrir nokkrum vikum er þeir tilkynntu lokahóp sinn og verður hann óbreyttur frá því sem ákveðið var í upphafi. Það þýðir að leikmenn á borð við Gunnleif Gunnleifsson, Rúrik Gíslason og Viðar Örn Kjartansson sitja eftir með sárt ennið.

Aðrir landsliðsþjálfarar þurftu einnig að taka erfiðar ákvarðanir. Marco Reus fer ekki með Þýskalandi á EM, en þessi öflugi sóknarmaður Borussia Dortmund missti einnig af HM 2014 þar sem Þjóðverjar urðu heimsmeistarar.

Þá þarf Daniel Drinkwater, sem hefur átt frábært tímabil með Leicester, að sætta sig við að fara ekki með Englandi á EM. Í hans stað var Jack Wilshere valinn, en sá síðarnefndi var meiddur nær allt síðasta tímabil.

Með því að smella hér má sjá alla 24 EM-hópana, en Goal.com tók saman.
Athugasemdir
banner
banner