Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   fim 31. maí 2018 12:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bann Guerrero fryst - Hann má spila á HM
Paolo Guerrero, fyrirliði Perú.
Paolo Guerrero, fyrirliði Perú.
Mynd: Getty Images
Paolo Guerrero, fyrirliði Perú, fær að spila á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi eftir allt saman.

Hinn 34 ára gamli Guerrero féll á lyfjaprófi eftir leik gegn Argentínu í október í fyrra þar sem kókaín fannst í blóði hans. Guerrero hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu, en hans tilgáta fyrir kókaínfundnum er sú að hann hafi tekið það inn með tedrykkju.

Upphaflega var Guerrero dæmdur í 12 mánaða bann, bannið var síðan stytt í sex mánuði áður en það var aftur lengt upp í 14 mánuði.

Málinu var aftur áfrýjað og nú hefur dómur í Sviss komist að þeirri niðurstöðu að sóknarmaðurinn megi spila á HM. Bannið hefur einfaldlega verið fryst á meðan málið verður rannsakað frekar, en það þýðir að Guerrero getur spilað í Rússlandi.

Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir Perú sem er að fara á sitt fyrsta Heimsmeistaramót í 36 ár.

Perú er í C-riðli með Ástralíu, Frakklandi og Danmörku.

Sjá einnig:
Fyrirliðar andstæðinga vilja að Guerrero spili á HM



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner