Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 31. júlí 2014 16:39
Magnús Már Einarsson
Agnar Darri og Óskar Elías í BÍ/Bolungarvík (Staðfest)
Agnar Darri Sverrisson.
Agnar Darri Sverrisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
BÍ/Bolungarvík hefur fengið liðsstyrk fyrir síðari hluta tímabils í 1. deildinni.

Agnar Darri Sverrisson og Óskar Elías Zoega Óskarsson eru komnir til félagsins á láni út tímabilið.

Agnar Darri er kantmaður en hann kemur á láni frá Víkingi. Agnar hefur skorað eitt mark í ellefu leikjum í PEpsi-deildinni í sumar.

Óskar Elías getur spilað sem varnar og miðjumaður en hann spilaði sex leiki með ÍBV í upphafi móts.

BÍ/Bolungarvík er í fallsæti í 1. deildinni eftir 3-0 tap gegn Grindavík í gær en liðið er tveimur stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner