Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 31. júlí 2014 06:00
Magnús Már Einarsson
Aron framlengdi við Stjörnuna
Aron Rúnarsson Heiðdal.
Aron Rúnarsson Heiðdal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Rúnarsson Heiðdal skrifaði undir þriggja ára samning við Stjörnuna í fyrrakvöld.

Þessi 19 ára gamli leikmaður á tólf leiki að baki með U17 og U19 ára landsliði Íslands.

Aron gekk í gær til liðs við Keflavík á láni út þetta tímabil.

,,Aron er einn af allra efnilegustu miðvörðum landsins. Hann var til að mynda fyrirliði og lykilmaður í íslandsmeistaraliði 2. flokks á síðasta ári. Styrkur Arons fellst í frábærum sendingum, útsjónarsemi og leikskilning," segir í tilkynningu frá Stjörnunni.

,,Stjórn knattspyrnudeildar Stjörnunnar er gríðarlega ánægð með að hafa tryggt sér þjónustu miðvarðarins útsjónarsama, næstu árin. Á sama tíma fagnar félagið hve margir öflugir leikmenn eru að koma upp úr barna og unglingastarfinu."

,,Aron hefur nú verið lánaður til Keflavíkur þar sem vonast er til að Aron fái fleiri mínútur á vellinum sem veitir honum gott tækifæri til að vaxa og dafna en frekar sem knattspyrnumaður og undirbúa hann betur fyrir komandi ár með Stjörnunni."

Athugasemdir
banner