Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 31. júlí 2014 13:21
Hafliði Breiðfjörð
Björk í Stjörnuna (Staðfest) - Rúna og Meagan meiddar
Björk er komin í Stjörnuna að nýju.
Björk er komin í Stjörnuna að nýju.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Björk Gunnarsdóttir er gengin aftur í raðir Stjörnunnar að nýju eftir að hafa verið hjá Val og Breiðabliki undanfarin ár.

Björk lék með Breiðabliki í fyrra en tók sér svo barneignarleyfi í sumar og átti barn fyrir 10 vikum síðan. Hún er ekki klár í slaginn að fullu ennþá en mun spila með Stjörnunni þegar líður á tímabilið og þegar Meistaradeildin hefst í október.

Björk sem er 28 ára gömul hóf meistaraflokksferil sinn með Stjörnunni árið 2001 og lék með liðinu út 2009 er hún gekk í raðir Vals. Hún lék með Val í tvö ár og fór svo í Breiðablik í önnur tvö en snýr nú aftur heim. Hún hefur spilað 189 leiki í deild og bikar og skorað í þeim 98 mörk.

Hún styrkir Stjörnuna sem hefur misst tvo sterka leikmenn á síðustu dögum en Rúna Sif Stefánsdóttir fótbrotnaði á dögunum og verður líklega frá keppni út tímabilið. Þá er hin bandaríska Meagan Kelly með ónýtan liðþófa og spilar ekki meira með liðinu á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner