Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 31. júlí 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
Magnús Páll í Fjölni (Staðfest)
Magnús Páll Gunnarsson.
Magnús Páll Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Magnús Páll Gunnarsson hefur gengið til liðs við Fjölni en þetta staðfesti Ágúst Þór Gylfason þjálfari liðsins í samtali við Fótbolta.net í dag.

Magnús Páll hefur æft með Fjölni undanfarna daga og hann hefur nú samið við félagið út tímabilið.

Magnús Páll spilaði með Haukum 2012 og 2013 en hann hefur verið í fríi frá fótbolta í sumar.

Hinn 34 ára gamli Magnús Páll hefur lengst af á sínum ferli leikið með Breiðabliki en hann lék einnig með Víkingi R. og í Þýskalandi um tíma.

Árið 2007 varð Magnús Páll þriðji markahæsti leikmaðurinn í efstu deild með Blikum.

Þá hefur Fjölnir kallað markvörðinn Arnar Frey Ólafsson til baka úr láni frá Leikni. Markvörðurinn Steinar Örn Gunnarsson er að glíma við meiðsli og því hefur Fjölnir kallað Arnar til baka.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner