banner
   fös 31. júlí 2015 22:38
Magnús Már Einarsson
Carl-Oscar Andersson í Fjarðabyggð (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Fjarðabyggð hefur fengið sænska miðjumanninn Carl-Oscar Andersson í sínar raðir.

Carl-Oscar er 23 ára gamall en hann hefur á þessu ári verið á mála hjá B-liði New York Cosmos í Bandaríkjunum.

Þar áður spilaði Carl-Oscar með Falkenbergs í Svíþjóð þar sem hann var meðal annars liðsfélagi Halldórs Orra Björnssonar leikmanns Stjörnunnar.

Í fyrra spilaði Carl-Oscar þrettán leiki í sænsku úrvalsdeildinni.

Fjarðabyggð er í 4. sæti í 1. deildinni með 25 stig en liðið hefur gefið aðeins eftir að undanförnu eftir frábæra fyrri umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner