Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 31. júlí 2015 12:30
Elvar Geir Magnússon
Féll á lyfjaprófi en spilaði samt
Souza hjá Fenerbahce og hinn umdeildi Fred í leiknum.
Souza hjá Fenerbahce og hinn umdeildi Fred í leiknum.
Mynd: Getty Images
Fenerbahce hefur kvartað til UEFA eftir að brasilíski miðjumaðurinn Fred spilaði með Shaktar Donetsk gegn þeim.

Fred féll á lyfjaprófi eftir leik með Brasilíu í Suður-Ameríku bikarnum nýlega.

Þrátt fyrir það lék hann í fyrri viðureign Shaktar gegn Fenerbahce í forkeppni Meistaradeildarinnar en leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Mircea Lucescu, þjálfari Shaktar, viðurkennir að UEFA hafi ráðlagt sér að spila ekki á Fred en rannsókn á hans málum standa yfir. Hann á yfir höfði sér leikbann ef seinna sýni staðfestir niðurstöðu lyfjaprófsins.

Lucescu segist ekki hafa fengið nein formleg skilaboð frá UEFA. Á mánudag mun UEFA svara kvörtun Fenerbahce.
Athugasemdir
banner
banner