Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. júlí 2015 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Leikur í Evrópudeildinni flautaður af vegna grjótkasts
Stuðningsmenn Legíu Varsjár í Kaplakrika fyrir nokkrum árum.
Stuðningsmenn Legíu Varsjár í Kaplakrika fyrir nokkrum árum.
Mynd: Fótbolti.net - Steingrímur Valgarðsson
Leikur Kukesi og Legíu Varsjá í undankeppni Evrópudeildarinnar í Albaníu var flautaður af í gærkvöldi vegna óláta stuðningsmanna.

Legia var 2-1 yfir í fyrri leik liðanna þegar leikmaður pólska liðsins, Ondrej Duda, fékk stein í sig sem kastað var úr stúkunni. Leikurinn var strax stöðvaður og Duda var færður af velli á börum, var bundið fyrir höfuð hans.

Hann stóð þó aftur á fætur og skipti jafnvel úr blóðugri treyju sinni til að halda áfram leik. Leikurinn fór hins vegar aldrei aftur af stað og tilkynnti Legia á Twitter að hann væri stöðvaður.

UEFA hefur enn ekki tjáð sig um málið, en þetta er í annað skiptið sem Legia lendir í umdeildu atviki í Evrópukeppni. Í fyrra féll liðið sjálfkrafa úr leik eftir að hafa spilað ólöglegum leikmanni í samanlögðum 6-1 sigri gegn Celtic.
Athugasemdir
banner
banner
banner