banner
   fös 31. júlí 2015 10:30
Elvar Geir Magnússon
Man Utd sektar Di Maria
Powerade
Verður þessi leikmaður Man Utd?
Verður þessi leikmaður Man Utd?
Mynd: Getty Images
Stones og Falcao eru báðir gestir í slúðurpakka dagsins.
Stones og Falcao eru báðir gestir í slúðurpakka dagsins.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er tileinkaður lesendum í Vestmannaeyjum sem eru dasaðir eftir Húkkaraballið en með sálina svo tindrandi bjarta. Og fólkinu á Neistaflugi.

Bosníski sóknarmaðurinn Edin Dzeko er á leið til Roma. Þessi 29 ára leikmaður hefur náð samkomulagi við Rómverja sem eiga þó eftir að ná samningi við Manchester City. (Sky Sports)

Hvað á að gera við David de Gea? Þetta er spurning sem er að valda Manchester United hugarangri nú þegar rétt rúm vika er í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar. Ljóst er að vonir United um að fá varnarmanninn Sergio Ramos (29) frá Manchester United eru að engu orðnar. (Manchester Evening News)

Ramos er á barmi þess að skrifa undir nýjan samning við Real Madrid. Samningurinn færir spænska landsliðsmanninum 6 milljónir punda á ári auk milljónar í viðbót í bónusgreiðslur. (Marca)

Barcelona mun gefa spænska sóknarmanninum Pedro (28) leyfi til að ganga í raðir Manchester United en bara eftir leikinn gegn Sevilla í Ofurbikar Evrópu þann 11. ágúst. (Marca)

Vængmaðurinn Angel Di Maria (27) hjá Manchester United mun á næstu tveimur dögum ganga í raðir Paris St-Germain fyrir 44 milljónir punda. United hefur sektað Argentínumanninn um tveggja vikna laun fyrir að mæta ekki í æfingaferð liðsins til Bandaríkjanna. Sala Di Maria opnar leið fyrir United til að tryggja sér Pedro fyrir 22 milljónir punda. (Daily Express)

David Moyes, stjóri Real Sociedad, telur að Phil Neville hafi það sem þarf til að verða landsliðsþjálfari Englands einn daginn. Neville var í þjálfaraliði Moyes þegar hann var stjóri Manchester United en er í dag aðstoðarstjóri Valencia. (Daily Telegraph)

Chelsea er tilbúið að bjóða 30 milljónir punda í John Stones (21), varnarmann Everton og enska landsliðsins. Everton er með 34 milljóna punda verðmiða á leikmanninum og vill tilboð sem er nær honum. (London Evening Standard)

Manchester United mun bjóða Everton að fá Jonny Evans (27) auk fjárhæðar fyrir Stones. (Daily Mirror)

John Terry, fyrirliði Chelsea, telur að Radamel Falcao (29) muni njóta velgengni á Stamford Bridge. Terry segir að Falcao hafi verið einn erfiðasti andstæðingur sem hann hafi mætt síðasta tímabil. Þá lék Falcao með Manchester United en gerði síður en svo rósir. (Guardian)

Ítalski landsliðsmaðurinn Mario Balotelli (24) hefur fengið þau skilaboð að hann eigi enga framtíð hjá Liverpool. Hann er ekki í leikmannahópi liðsins fyrir æfingaleiki helgarinnar. Hann má ekki æfa með aðalliði félagsins. (Independent)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hefur hafnað sögusögnum um að félagið sé að reyna að kaupa Javier Hernandez (27) frá Manchester United. (ESPN)

Ashley Young, vængmaður enska landsliðsins, gæti yfirgefið Manchester United ef honum verður ekki boðinn lengri endurbættur samningur. Tottenham, Liverpool og Newcastle fylgjast spennt með þróun málsins. (Daily Star)

West Ham er á barmi þess að tryggja sér sóknarmanninn Raul Jimenez (24) frá Atletico Madrid fyrir 10 milljónir punda. (The Sun)

Connor Wicham (22), sóknarmaður Sunderland, er á leið til Crystal Palace eftir að Lundúnafélagið samþykkti að borga yfir 8 milljónir punda fyrir enska U21-landsliðsmanninn. (Dailu Telegraph)

Tony Pulis, stjóri West Brom, telur að Rickie Lambert smellpassi í liðið en hann er að reyna að fá þennan 33 ára sóknarmann frá Liverpool. (Express & Star)

Glenn Murray (31) yfirgefur Crystal Palace en Bournemouth vill fá enska sóknarmanninn. (Daily Mirror)

Aston Villa er í viðræðum við Blackburn en Villa vill fá Rudy Gestede (26). Þessi sóknarmaður frá Benín gæti mætt í læknisskoðun nú um verslunarmannahelgina. (Birmingham Mail)

Palermo vill fá Joel Campbell, sóknarmann Arsenal. 7 milljón punda verðmiðinn á þessum 23 ára leikmanni þvælist þó fyrir ítalska félaginu. Real Sociedad og Trabzonspor hafa einnig áhuga. (Daily Star)

Richard Scudamore, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, útilokar að færa leiki á föstudagskvöld til að hjálpa þeim liðum sem eru í Meistaradeildinni. (Guardian)

Stuðningsmaður Manchester City lét húðflúra merki erkifjendanna í Manchester United á sig til að safna peningum til góðs málefnis. (Manchester Evening News)

Franski miðjumaðurinn Jordan Veretout (22), leikmaður Nantes, fer í dag í læknisskoðun hjá Aston Villa. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner