Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 31. júlí 2015 09:45
Elvar Geir Magnússon
Myndband: Atvikið þar sem Hafsteinn átti að fá rautt
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Hafsteinn Briem, leikmaður ÍBV, var stálheppinn að fá ekki rauða spjaldið þegar KR og ÍBV áttust við í undanúrslitum bikarsins í gær.

KR var 1-0 yfir þegar atvikið gerðist en strax á eftir það bætti liðið við öðru marki og vann á endanum 4-1 sigur.

„Vil biðjast afsökunar á atvikinu milli mín og Jacob Schoop í fyrri hálfleik. Fáránleg hegðun sem á ekki að sjást. Sé mikið eftir þessu," skrifaði Hafsteinn á Twitter eftir leikinn.

Jacob Schoop svaraði og sagði að afsökunarbeiðnin væri móttekin, það sem á sér stað inni á vellinum yrði skilið eftir þar.

Atvikið er komið á Vísi og má sjá í spilaranum hér að neðan en Hafsteinn fékk aðeins gult frá Þóroddi Hjaltalín.


Athugasemdir
banner
banner
banner