Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 31. júlí 2015 21:45
Stefán Haukur
Rodgers: Benteke frábær kaup
Christian nokkur Benteke.
Christian nokkur Benteke.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, trúir því að liðið sé ekki að borga of mikið fyrir Christian Benteke en hann gekk til liðs við félagið fyrr í mánuðinum.

Benteke skoraði 16 mörk í öllum keppnum á síðasta tímabili en Liverpool borgaði 32,5 milljónir punda til að fáhann til liðs við sig.

„Ég hef fylgst með honum í þrjú ár á hliðarlínunni. Hann er ekki bara sterkur heldur líka frábær fótboltamaður,“ sagði Rodgers.

„Það kom mér á óvart hversu fljótur og góður með boltann hann er. Hann er líka gífurlega sterkur,“

„Ég man eftir einu marki sem hann skoraði gegn okkur þar sem hann hljóp upp allan völlinn,“

„Hann er ekki hægur leikmaður, hann er góður með boltann og les leikinn vel. Hann er ekki bara einhver sem þú neglir fram á. Ég held að hann hafi verið frábær kaup,“


Athugasemdir
banner
banner
banner