fös 31. júlí 2015 08:00
Alexander Freyr Tamimi
Schmeichel hefur ekki áhyggjur af brotthvarfi De Gea
Schmeichel hefur ekki áhyggjur af gömlu félögunum.
Schmeichel hefur ekki áhyggjur af gömlu félögunum.
Mynd: Getty Images
Peter Schmeichel, fyrrum markvörður Manchester United, segir að félagið muni ekki lenda í vandræðum þó David de Gea haldi á brott til Real Madrid.

De Gea, sem er fæddur og uppalinn í Madríd, hefur verið sterklega orðaður við spænska stórliðið að undanförnu. Ekkert hefur þó gerst í þeim efnum, en goðsögnin Schmeichel hefur litlar áhyggjur.

„David De Gea hefur staðið sig frábærlega síðan hann kom til félagsins. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir að vera ekki nógu góður fyrsta hálfa árið sitt hjá félaginu," sagði Schmeichel.

„En á því sama tímabili stimplaði hann sig inn sem frábæran markvörð. Eftir tímabilið taldi enginn að hann væri ekki nógu góður og hann hefur aldið áfram að bæta sig."

„En þetta er Manchester United, félagið hefur átt góða leikmenn, bestu leikmenn heims, þeir hafa unnið sína vinnu og haldið áfram. En félagið heldur áfram líka, það er það sem Manchester United gerir."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner