fös 31. júlí 2015 14:24
Elvar Geir Magnússon
Sigmar Ingi í Keflavík (Staðfest)
Sigmar Ingi Sigurðarson.
Sigmar Ingi Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Markvörðurinn Sigmar Ingi Sigurðarson er kominn í Keflavík frá Fram. Hann og Sindri Kristinn Ólafsson eiga að berjast um sætið í markinu.

„Hann kemur með reynslu inn í þetta og hjálpar Sindra líka. Það er flott að fá svona sterkan karakter inn í þetta hjá okkur," segir Jóhann Birnir Guðmundsson, annar þjálfara Keflavíkur, við Vísi.

Sigmar er fyrrum markvörður Breiðabliks og Hauka en hann missti sæti sitt í marki Fram þegar Safamýrarfélagið fékk Cody Mizell.

Keflavík er í afar erfiðri stöðu á botni Pepsi-deildarinnar og fátt annað en fall virðist blasa við. Jóhann Birnir hefur ekkert spilað síðustu leiki en hann hefur verið meiddur.

„Ég er allavega byrjaður að æfa eitthvað. Ég þarf samt að koma mér í aðeins betra stand þar sem ég er búinn að vera lengi frá,“ sagði þjálfarinn spilandi við Vísi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner