fös 31. júlí 2015 10:00
Elvar Geir Magnússon
Southampton í góðum málum - Bras á West Ham
Hann afar svali Slaven Bilic er alltaf líflegur á hliðarlínunni.
Hann afar svali Slaven Bilic er alltaf líflegur á hliðarlínunni.
Mynd: Getty Images
Southampton lék sinn fyrsta Evrópuleik síðan 2003 þegar liðið vann 3-0 sigur gegn Vitesse Arnhem frá Hollandi í fyrri viðureign liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar í gær.

Ronald Koeman og lærisveinar í ansi góðum málum fyrir seinni leikinn sem verður í Arnhem næsta fimmtudag.

Graziano Pelle braut ísinn eftir sendingu Sadio Mane, Dusan Tadic bætti við marki úr vítaspyrnu og varamaðurinn Shane Long átti lokaorðið.

Staðan er erfiðari fyrir West Ham sem fór illa að ráði sínu gegn Astra Giurgiu frá Rúmeníu á Upton Park. Lokatölur 2-2 eftir að West Ham komst í 2-0.

Enner Valencia og Mauro Zarate komu Hömrunum í flotta stöðu en brottvísun James Collins reyndist vendipunktur leiksins. Rúmenarnir nýttu sér liðsmuninn og jöfnuðu 2-2. Stuðningsmenn West Ham bauluðu eftir leikinn.

Ekki bætti úr skák fyrir Slaven Bilic og félaga að Enner Valencia var borinn af velli á börum og er á leið í skoðun á hné. Útlit er fyrir að meiðsli ekvadorska framherjans séu alvarleg. Nánar síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner