Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 31. júlí 2016 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Liverpool Echo 
Milner íhugar framtíð sína: Tilgangslaust ef ég spila ekki
Milner hefur mögulega leikið sinn síðasta leik með Englandi
Milner hefur mögulega leikið sinn síðasta leik með Englandi
Mynd: Getty Images
James Milner ætlar að ræða við landsliðsþjálfarann Sam Allardyce um framtíð sína hjá enska landsliðinu. Hann segir það tilgangslaust að gefa áfram kost á sér ef hann fær ekki að spila.

Milner er þrítugur og á 61 landsleik að baki. Hann fór með Englandi á EM í Frakklandi og spilaði þar heilar þrjár mínútur.

Englendingar duttu út í 16-liða úrslitum á móti Íslandi og Milner segir það tilgangslaust fyrir sig að fara á næsta HM ef hann á ekkert að spila.

„Ég á tvö ung börn núna og ef ég á að ferðast með það í vissu að ég muni ekki spila, þá er þetta eitthvað sem ég verð að skoða," sagði Milner í samtali við Liverpool Echo.

„Ég hef verið það heppinn að fara á fjögur stórmót, en það hefur ekki hjálpað mér mikið. Ef yngri strákur hefði komið inn og gert það sama og ég, þá hefði hann fengið miklu meira út úr þessu heldur en ég."

Hann ætlar eins og áður segir að setjast niður með Sam Allardyce og ræða hlutverk sitt hjá honum. Milner ætlar ekki að halda áfram ef hann fær ekki að byrja leiki.

„Með þessum góðu ungu strákum sem eru núna að koma upp, þá er það tilgangslaust fyrir mig að taka sæti frá öðrum vegna þess að ég er áreiðanlegur og ég verð þarna."

„Ég er ánægður með það að það sé Sam vegna þess að ég veit að ég get átt gott samtal við hann og það verður talað í hreinskilni. Það er það eina sem ég vil."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner