Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 31. júlí 2016 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Segir að Zlatan geti orðið eins og Cantona fyrir Man Utd
Mynd: Getty Images
Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, telur að landi sinn Zlatan Ibrahimovic muni blómstra hjá Manchester United og geti mögulega haft sömu áhrif þar og Eric Cantona.

Zlatan gekk til liðs við Man Utd fyrr í sumar eftir mögnuð ár í Frakklandi með stórliðinu Paris Saint-Germian. Hann hefur vakið mikla athygli og bíða flestir spenntir eftir honum í ensku úrvalsdeildinni.

„Þú getur ekki sagt það með vissu, en Zlatan er svipuð týpa og Cantona og því alls ekki ólíklegt að hann muni hafa sömu áhrif á United og Cantona gerði fyrir öllum þessum árum," sagði Eriksson.

„Ég er viss um það að United vonast til þess að það muni gerast og ef þú kaupir einhvern eins og Zlatan þá ertu að fá leikmann sem getur veitt innblástur til leikmanna í kringum sig."

„Zlatan hefur haft áhrif þar sem hann hefur spilað áður vegna hæfni sinnar og persónuleika, þannig að stórt félag eins og Manchester United er kjörið fyrir hann."


Hann hóf að æfa með United fyrir nokkrum dögum og spilaði hann sinn fyrsta leik gegn Galatasaray í gær. Þar byrjaði hann ansi vel, eða með marki eftir að eins fjórar mínútur.
Athugasemdir
banner
banner