Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 31. ágúst 2014 20:26
Magnús Már Einarsson
3. deild: Dramatískur sigur ÍH í fallslag
Eiríkur Viljar Kúld var hetja ÍH.
Eiríkur Viljar Kúld var hetja ÍH.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
ÍH vann dramatískan 2-1 sigur á Einherja í fallslag í 3. deild karla í Hafnarfirði í dag.

Eiríkur Viljar Kúld skoraði sigurmark ÍH úr aukaspyrnu í viðbótartíma.

ÍH er eftir leikinn með 18 stig í 8. sæti deildarinnar en Einherji er með 16 stig í níunda sætinu.

Ljóst er að annað hvort liðið mun fylgja Hamarsmönnum niður í 4. deildina.

ÍH á einn leik eftir, gegn Hetti á heimavelli um aðra helgi. Einherji á aftur á móti eftir að mæta Víði á heimavelli um næstu helgi og Berserkjum á útivelli viku síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner