sun 31. ágúst 2014 16:20
Jóhann Ingi Hafþórsson
Gylfi hrósar kantmönnum Swansea
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson hefur farið afar vel af stað með Swansea á leiktíðinni og hrósaði hann vængmönnum liðsins, þeim Nathan Dyer og Wayne Routledge eftir 3-0 sigur liðsins gegn WBA í gær.

Bæði Dyer og Routledge skoruðu í gær og hefur Swansea unnið alla leiki sína á leiktíðinni hingað til.

,,Þetta er frábært," sagði Gylfi. ,,Auðvitað var mjög mikilvægt að vinna á Old Trafford og við náðum að vinna tvo leiki á heimavelli í kjölfarið, þannig þetta er frábær byrjun."

,,Hreyfingin á vængmönnunum er mjög góð, sem gerir líf okkar miðjumannana auðvelt. Eins og sást í gær, Nathan kláraði færin sín mjög vel og Wayne skoraði eitt líka."

,,Markið hjá Routledge var með þeim bestu, flestir hefðu tekið auka snertingu en ekki hann, þetta var glæsilegt mark. Strákarnir eru að gera vel og við erum að halda hreinu líka."
Athugasemdir
banner
banner