Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 31. ágúst 2014 13:31
Elvar Geir Magnússon
Martínez ósáttur við hegðun Costa
Diego Costa skoraði tvívegis í ótrúlegum 6-3 útisigri Chelsea gegn Everton.
Diego Costa skoraði tvívegis í ótrúlegum 6-3 útisigri Chelsea gegn Everton.
Mynd: Getty Images
Roberto Martínez, stjóri Everton, segir að Diego Costa, sóknarmaður Chelsea, eigi margt eftir ólært varðandi það siðferði sem ríkir í ensku úrvalsdeildinni.

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að Everton hafi lagt upp með að reyna að taka þennan öfluga sóknarmann úr jafnvægi. Martínez segir að ummælin valdi sér vonbrigðum og Costa ætti að líta í eigin barm.

Martínez segir að Costa hafi gert grín að Seamus Coleman eftir að þessi leikmaður Everton setti boltann í eigið net.

„Svona óvirðing við andstæðing á ekki að sjást. Ég vona að Costa muni læra það fljótt. Í ensku úrvalsdeildinni viðgengst mikil virðing milli manna. Þessi deild er einstök að þessu leyti," sagði Martínez.

Hann vísar því til föðurhúsanna að lagt hafi verið upp með að reyna að fiska spjöld á Costa.
Athugasemdir
banner
banner
banner