Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 31. ágúst 2014 07:54
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Mirror | BBC 
Óvissa um skipti Rojo til Man Utd vegna árásar á nágranna
Mun dómsmál í Argentínu hindra félagaskipti Marcos Rojo til Manchester United?
Mun dómsmál í Argentínu hindra félagaskipti Marcos Rojo til Manchester United?
Mynd: Getty Images
Enn er óvíst hvort Marcos Rojos nái að ganga í raðir Manchester United þrátt fyrir að félagaskiptin séu klöppuð og klár af öllum aðilum og hann hafi gert fimm ára samning við enska félagið.

Ástæðan fyrir þessu er að Argentínumaðurinn hefur ekki enn fengið atvinnuleyfi á Englandi því enn á eftir að ganga frá fjögurra ára gömlu sakamáli í Argentínu á hendur honum.

Atvikið sem um ræðir átti sér stað í nóvember mánuði árið 2010. Þó það sé orðið gamalt vill saksóknari enn fara með málið fyrir dómstóla.

Rojo lenti í riflildi við nágranna sinn og mun hafa ráðist á hann með flösku sem brotnaði í átökunum. Þetta olli sárum á andliti, hendi og líkama nágrannans.

Leikmaðurinn var upphaflega ákærður í október árið 2012 og svo aftur í maí á þessu ári. Enn er ekki ljóst hvernig Rojo mun svara ákærunni.

Hann gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist en Fernando Burlando lögmaður hans telur líklegra að hún yrði skilorðsbundin eða bundin við samfélagsvinnu verði hann fundinn sekur. Burlando er þkktur fyrir að verja fræga fólkið í Argentínu og hann segist viss um að dómsmálið muni ekki trufla félagaskiptin.

Þó er það svo að leikmaðurinn hefur ekki enn fengið að hefja æfingar hjá Man Utd og situr í Madríd þar sem hann bíður eftir að fá atvinnuleyfi á Englandi. Áður en það fæst þarf hann að sannfæra starfsmenn sendiráðsins um að skrifa upp á slíka pappíra þrátt fyrir dómsmálið sem vofir yfir.
Athugasemdir
banner
banner
banner