Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 31. ágúst 2014 19:56
Magnús Már Einarsson
Pepsi-deildin: FH og Stjarnan unnu - Mikilvægur sigur Fram
Ólafur Karl hetja Stjörnunnar í Vesturbæ
Ólafur Karl skoraði sigurmarkið gegn KR.
Ólafur Karl skoraði sigurmarkið gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH og Stjarnan stefna á einvígi um Íslandsmeistaratitilinn eftir að bæði lið unnu sína leiki í kvöld. FH rúllaði yfir Fjölni og er sem fyrr með tveggja stiga forskot á toppnum.

Stjörnumenn unnu KR 3-2 í Vesturbænum þar sem Ólafur Karl Finsen skoraði tvívegis fyrir Garðbæinga. Ólafur Karl skoraði sigurmarkið á 87. mínútu eftir undirbúning frá Rolf Toft. Stjarnan heldur því áfram baráttunni um titilinn á meðan titilvonir KR-inga eru nánast úr sögunni.

Framarar unnu mikilvægan sigur í botnbarátunni en þeir lögðu Keflavík 4-2 á útivelli. Einungis eitt stig skilur þessi lið að í níunda og tíunda sæti en Fjölnismenn eru í fallsæti, tveimur stigum á eftir Fram.

Þá gerðu Breiðablik og Fylkir jafntefli en þetta var ellefta jafntefli Blika í sumar.

KR 2 - 3 Stjarnan
1-0 Aron Bjarki Jósepsson ('19)
1-1 Veigar Páll Gunnarsson ('61)
1-2 Ólafur Karl Finsen ('69)
2-2 Óskar Örn Hauksson ('77)
2-3 Ólafur Karl Finsen ('88)

FH 4 - 0 Fjölnir
1-0 Ingimundur Níels Óskarsson ('55)
2-0 Atli Guðnason ('61)
3-0 Steven Lennon ('64)
4-0 Steven Lennon ('74)

Keflavík 2 - 4 Fram
1-0 Hörður Sveinsson ('35)
1-1 Hafsteinn Briem ('51)
1-2 Aron Bjarnason ('59)
1-3 Jóhannes Karl Guðjónsson ('66)
1-4 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('85)
2-4 Hörður Sveinsson ('86)

Breiðablik 2 - 2 Fylkir
0-1 Gunnar Örn Jónsson ('40)
1-1 Elvar Páll Sigurðsson ('53)
2-1 Ellert Hreinsson ('79)
2-2 Kjartan Ágúst Breiðdal ('81)
Athugasemdir
banner
banner