Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 31. ágúst 2014 08:00
Grímur Már Þórólfsson
Romero að semja við Liverpool?
Sergio Romero
Sergio Romero
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Sergio Romero er kominn til Englands til að semja við Liverpool fyrir hönd skjólstæðings síns.

Liverpool og Sampdoria eiga að hafa komist að samkomulagi um kaup á leikmanninum fyrir tveimur vikum. Kaupverðið á að vera einungis 1.6 milljón pund. Félagsskiptin hafa þó dregist vegna launakrafna leikmannsins.

Síðan þá hefur rússneska félagið, Spartak Moscow blandað sér í baráttuna um leikmanninn.

Umboðsmaður Romero er Mino Raiola, en hann er einnig umboðsmaður Mario Balotelli .

Liverpool er á eftir markmanni til að veita Mignolet samkeppni. Því gæti Romero verið sá sem þeir eru á eftir.

Romero átti frábært heimsmeistaramót með Argentínu en þjóðin endaði í öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner