Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 31. ágúst 2014 08:17
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sunnlenska.is 
Selfosskonur skoruðu á Stjörnuliðið í ísfötuáskorun
Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna fór fram í gær þegar Stjarnan vann 4-0 sigur á liði Selfoss. Fyrir leikinn skoruðu Selfosskonur á Stjörnuna í ísfötuáskorun.

Dagný Brynjarsdóttir leikmaður Selfoss missti af leiknum vegna náms erlendis og skoraði því á liðið að taka ísfötuáskorun, það sama gerði lögreglan á Selfossi. Þær stóðust hana svo en á Sunnlenska.is er sagt frá því að þær hafi fengið lánaðan traktor til verksins og afraksturinn má sjá hér að neðan.

Áskorunin gengur að sjálfsögðu áfram og skorar Selfossliðið á meistaraflokk kvenna hjá Stjörnunni, Sveinbjörn Másson og Fylkisþjálfarana Rögnu Lóu Stefánsdóttur og Hermann Hreiðarsson.


Athugasemdir
banner
banner