Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 31. ágúst 2014 20:59
Magnús Már Einarsson
Spánn: Sociedad lagði Real Madrid - Sandro hetja Barcelona
Leikmenn Real Sociedad fagna marki í kvöld.
Leikmenn Real Sociedad fagna marki í kvöld.
Mynd: Getty Images
Bruno Soriano og Lionel Messi í leik Villarreal og Barcelona.
Bruno Soriano og Lionel Messi í leik Villarreal og Barcelona.
Mynd: Getty Images
Real Sociedad sigraði Real Madrid 4-2 í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Alfreð Finnbogason var ekki með Sociedad í kvöld en tæpar tvær vikur eru í að hann verði klár í slaginn á nýjan leik eftir axlarmeiðsli.

Real Madrid komst í 2-0 strax eftir 11 mínútur og fæstir bjuggust við að heimamenn myndu ná að snúa taflinu við eftir. Sú varð þó raunin en Sociedad jafnaði fyrir leikhlé og tryggði sér sigurinn í síðari hálfleiknujm.

Barcelona lagði Villarreal 1-0 á útivelli þar sem hinn 18 ára gamli Sandro Ramirez skoraði eina markið á 82. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður tólf mínútum áður.

Real Sociedad 4 - 2 Real Madrid
0-1 Sergio Ramos ('5 )
0-2 Gareth Bale ('11 )
1-2 Inigo Martinez ('35 )
2-2 David Zurutuza ('41 )
3-2 David Zurutuza ('65 )
4-2 Carlos Vela ('76 )

Deportivo 1 - 2 Rayo Vallecano
1-0 Jose Rodriguez ('7 )
1-1 Alberto Bueno ('40 )
1-2 Alberto Bueno ('73 )

Villarreal 0 - 1 Barcelona
0-1 Sandro Ramirez ('82 )
Athugasemdir
banner
banner
banner