Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
   sun 31. ágúst 2014 15:46
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Heimir Hallgríms: Spiltími lykilmanna var áhyggjuefni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, völdu í lok síðustu viku hópinn sem mætir Tyrkjum í í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2016. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 9. september, og hefst kl. 18:45.

Standið á hópnum er gott og flestir sem eru að leika lykilhlutverk með sínum liðum.

„Þetta er svolítið breytt frá lok síðasta tímabils. Þá voru margir sem voru ekki að spila nægilega mikið, menn sem eru búnir að vera lykilmenn í landsliðinu. Það var áhyggjuefni á þeim tíma en gleðiefni að menn eru farnir að stimpla sig vel inn og spila lykilhlutverk," segir Heimir Hallgrímsson.

Nefnir hann menn eins og Aron Einar Gunnarsson, Gylfa Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbein Sigþórsson sem þurftu að sætta sig við bekkjarsetu en eru í stórum hlutverkum í dag.

„Það skiptir miklu máli fyrir landsliðið að þurfa ekki að koma mönnum í stand heldur er hægt að einbeita sér frekar að taktískum æfingum."

Heimir var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 í gær en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner