Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 31. ágúst 2015 18:19
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Football-Italia 
Adem Ljajic til Inter (Staðfest) - Melo og Telles á leiðinni
Mynd: Getty Images
Adem Ljajic er að verða 24 ára gamall og hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað meira en 130 leiki í ítölsku A-deildinni.

Ljajic var á leið til Manchester United fyrir sjö árum en komst ekki sökum vandræða varðandi atvinnuleyfi. Tveimur árum síðar fór hann til Fiorentina fyrir 8 milljónir evra.

Hjá Fiorentina gerði Ljajic garðinn frægan og var keyptur til Roma fyrir 15 milljónir. Ljajic spilaði vel hjá Roma og kemur það mörgum á óvart að sóknarmaðurinn yfirgefi félagið svona ódýrt, á aðeins 11 milljónir.

Inter er einnig að ganga frá samningum við Felipe Melo og Alex Telles, sem eru leikmenn Galatasaray.

„Höfum við komist að samkomulagi? Já, það mætti segja það," sagði Piero Ausilio, framkvæmdastjóri Inter við Tuttomercatoweb.

West Ham vildi einnig fá Ljajic í sínar raðir en leikmaðurinn sjálfur er sagður vilja halda áfram að spila á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner