Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 31. ágúst 2015 17:39
Elvar Geir Magnússon
Amsterdam
Aron Einar: Ég hata svona bögg
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Ísland, býst við að vera klár í slaginn þegar leikið verður gegn Hollandi á fimmtudag. Aron hefur verið að glíma við meiðsli en Fótbolti.net ræddi við hann í dag eftir fyrstu æfingu íslenska liðsins í Amsterdam.

„Ég komst heill í gegnum æfinguna og mér líður bara vel. Ég var ekki alveg 100 í tempói og reyni betur á þetta á morgun. Þetta var fyrsta æfingin mín síðan síðasta þriðjudag. Ég er að glíma við vöðvameiðsli hér og þetta er óþarfa bögg. Ég hata svona bögg," segir Aron.

„Við erum komnir hérna til að taka 100% á Hollendingum. Fólk er að borga fúlgu fjár til að styðja við bakið á okkur og við ætlum að gera okkar besta. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum að fara að mæta einni sterkustu fótboltaþjóð í heimi og með frábæra leikmenn innanborðs. Ef við mætum þeim skipulagðir er ég ekker smeykur við þetta."

„Það er gífurleg pressa á þeim, þeir verða í rauninni að vinna en við komum inn í þennan leik hugsandi það líka að við verðum að vinna."

Ljóst er að Emil Hallfreðsson verður ekki með gegn Hollandi.

„Það er vont að missa Emil út úr þessu. Hann hefur verið frábær síðustu tvö tímabil á Ítalíu. Við erum í raun ein stór fjölskylda og það er leiðinlegt að missa hann út," segir Aron.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar fer Aron meðal annars út í spá sína fyrir umferðina i Pepsi-deild karla í gær.
Athugasemdir
banner
banner