Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   mán 31. ágúst 2015 19:30
Elvar Geir Magnússon
Amsterdam
Birkir Bjarna: Svekkjandi því við vorum margfalt betri
Icelandair
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög vont að missa Emil út. Hann er í mjög góðu formi og hefur verið að spila vel. Það er leiðinlegt að missa hann," segir Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, fyrir leikinn gegn Hollandi.

Emil Hallfreðsson verður ekki með í leiknum vegna meiðsla. Emil hefur leikið afar vel á Ítalíu og var maður leiksins gegn Roma á dögunum. Talað er um hann sem einn vanmetnasta leikmann ítölsku A-deildarinnar. Birkir þekkir þá deild vel og er sammála því að Emil sé vanmetinn.

„Hann hefur staðið sig mjög vel á Ítalíu. Heima hafa menn ekki verið að fylgjast mikið með deildinni en ég sé að það er að breytast núna. Ég vona að fólk sjái hvað hann getur."

Birkir gekk í raðir Basel í Sviss fyrir tímabilið.

„Ég hef komið vel inn í hópinn og mér líður mjög vel. Við höfum verið að spila vel og ég er að spila með góðum leikmönnum. Þetta er nokkuð stórt skref en ég hef náð að byrja vel."

Basel féll úr leik gegn Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í forkeppni Meistaradeildarinnar á grátlegan hátt. Báðir leikir enduðu með jafntefli en ísraelska liðið skoraði meira á útivelli og missti Basel því af sæti í Meistaradeildinni.

„Við vorum margfalt betra liðið í þessum tveimur leikjum, ef horft er á tölurnar þá er það alveg klárt. En það er ekkert annað að gera en að standa okkur í Evrópudeildinni í staðinn," segir Birkir en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner