mán 31. ágúst 2015 22:33
Daníel Freyr Jónsson
De Gea var búinn að skrifa undir - United mínútu of seint
David De Gea.
David De Gea.
Mynd: Getty Images
David De Gea mun ekki ganga í raðir Real Madrid frá Manchester eftir ótrúlegar lokamínútur félagaskiptagluggans á Spáni.

Eftir að hafa neitað að selja De Gea í allt sumar ákvað United að mæta að samningaborðinu við Real í morgun. Samþykkti félagið tilboð sem innifól meðal annars að Keylor Navas myndi koma á Old Trafford í staðinn.

Öll nauðsynleg gögn voru þegar undirrituð og hafði De Gea þar af leiðandi skrifað undir samning sinn við Real áður en glugginn lokaði í kvöld, sem var klukkan 22:00 að íslenskum tíma.

Hefur núna verið staðfest að mikilvæg gögn úr herbúðum United bárust ekki á skrifstofur spænska knattspyrnusambandsins fyrr en mínútu seinna, eða klukkan 22:01. Um er að ræða samninginn sem Keylor Navas hafði undirritað við United.

Engar undartekningar eru veittar af reglunum á Spáni, ólíkt því sem þekkist á Englandi, og verður De Gea því áfram leikmaður United næstu mánuðina.
Athugasemdir
banner
banner
banner